Staðsetning

Skútustaðir GistiheimiliMývatnssveit, eða Skútustaðahreppur eins og byggðarlagið kallast, tilheyrir Suður-Þingeyjarsýslu og er á norðaustur horni landsins. Skútustaðahreppur er einn hæstliggjandi og víðáttumesti hreppur landsins en hann er í um og yfir 277 m yfir sjávarmáli að stærð. Íbúafjöldi hreppsins er 450. Stærð Mývatns sjálfs er 36,5 km2 og meðaldýpt þess aðeins um 2,5m en dýpst er vatnið um 4m2. Mývatn er sérstaklega vogskorið og í því eru um það bil 50 eyjar og hólmar. Nafnið "Mývatn" dregur vatnið af mýflugum sem eiga upptök sín í vatninu.

Skútustaðir er byggðarkjarni sunnan við vatnið. Lengi vel var aðeins um að ræða sveitabæ og kirkjustað en í tímanna rás bættist við félagsheimili, sundlaug, skóli (sem nú hefur verið lagður niður og breytt í hótel), verslun, hótel og fleiri íbúðarhús. Á Skútustöðum hefur því myndast lítill íbúa- og þjónustukjarni á meðan stærsti byggðarkjarni sveitarinnar er í Reykjahlíð, norðan við vatnið. Auk þessara tveggja kjarna eru sveitabæir umhverfis allt vatnið, sumir nánast á vatnsbakkanum, aðrir lengra frá.

Einkennandi fyrir landslag Skútustaða er þyrping gervigíga sem nefnast Skútustaðagígar og liggja aðallega í kringum litla tjörn, Stakhólstjörn. Fjallasýn er líka sérstaklega falleg frá Skútustöðum; með Bláfjall og Sellandafjall til suðurs, Vindbelg og Hlíðarfjall til norðurs, Bláfjallsfjallgarðinn til austurs og Kinnarfjöllin til norð-vesturs svo fáein fjöll séu nefnd.

Skútustaðir Gistiheimili
Skútustaðir 2b
660 Mývatn
Ísland

Sími: 464 4212
Vefur: www.skutustadir.is
Póstur: Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.

GPS Staðsetning:
Breidd              Lengd
N 65 34.042     W 17 02.322

GPS Staðsetning (WGS84):
Breidd              Lengd
65.567              -17.039